Viðskipti erlent

Danska ríkið tapaði 1.500 milljörðum á olíusamningum

Danska ríkið hefur tapað gífurlegum upphæðum á mistökum sem gerð voru þegar samið var um skatta þeirra olíufélaga sem vinna olíu á hinu danska umráðsvæði í Norðursjó.

Samkvæmt útreikningum Politiken nemur þetta skattatap 75 milljörðum danskra króna eða yfir 1.500 milljörðum króna frá árinu 2003. Frans Clemmesen aðalhagfræðingur Concito segir að þarna sé á ferðinni efnahagshneyksli af áður óþekktri stærðargáðu í Danmörku.

Mistökin fólust í að þáverandi ríkisstjórn hafnaði því að skattleggja olíuhagnaðinn eins og til dæmis Norðmenn gera með yfir 80% skatti á tekjur olíufélaganna. Í staðinn voru skattagreiðslurnar miðaðar við þáverandi verð á olíunni sem var um 20 dollarar á tunnuna. Verðið er nú yfir 100 dollurum sem þýðir að danska ríkið tapar 10 milljörðum danskra króna á ári sem stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×