Viðskipti erlent

Ótrúlegt rekstrartap Manchester City

Sergio Aguero, er einn þeirra sem keyptur hefur verið til liðsins fyrir háar upphæðir.
Sergio Aguero, er einn þeirra sem keyptur hefur verið til liðsins fyrir háar upphæðir.
Knattspyrnufélagið Manchester City, sem er í efsta sæti í ensku úrvalsdeildinni, tapaði 194,9 milljónum punda, jafnvirði ríflega 36 milljörðum króna, á síðasta ári. Það er langmesta rekstrartap nokkurs félags í sögu enskrar knattspyrnu, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Inn í rekstrartapinu er þó ekki styrktarsamningur félagsins við Etihad Airlines upp á 35 milljónir punda árlega.

Næst mesta rekstartap í sögu enskrar knattspyrnu var tap Chelsea árið 2005 upp á 141 milljónir punda.

Manchester Vity eru í eigu Sheikh Mansour, frá Abu Dabí, en hann hefur eytt meira en 460 milljónum punda í leikmannakaup frá því að félagið var tekið yfir árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×