Viðskipti erlent

Adobe segir skilið við Flash

Adobe ætlar ekki að þróa nýjar útgáfur af Flash hugbúnaðinum.
Adobe ætlar ekki að þróa nýjar útgáfur af Flash hugbúnaðinum.
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Adobe Systems tilkynnti í dag að fyrirtækið muni hætta þróun á Flash margmiðlunarhugbúnaðinum fyrir snjallsíma. Flash er þungamiðja fjölmiðlunar í stýrikerfum margra snjallsíma, þar á meðal í Android og BlackBerry.

Adobe mun þó halda áfram að þróa Flash fyrir tölvur.

Ekki má vænta nýrrar útgáfu af Flash fyrir farsímastýrikerfi en Adobe mun þó vinna að uppfærslum á núverandi útgáfum.

Í tilkynningu frá Adobe Systems kemur fram að fyrirtækið muni héðan í frá einblína á HTML5 ívafsmálið. Öll nýleg stýrikerfi styðja HTML5, þar á meðal iOS 5 en Flash hefur aldrei verið nothæft á símtækjum og spjaldtölum Apple tölvurisans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×