Viðskipti erlent

BlackBerry þjónustan komin í samt lag

Mike Lazaridis, stofnandi BlackBerry.
Mike Lazaridis, stofnandi BlackBerry. mynd/AFP
Búið er að lagfæra kerfisbilun sem varð í símtækjum BlackBerry. Þetta sagði stofnandi BlackBerry, Mike Lazaridis, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi nú rannsaka hvað olli biluninni.

Bilunin stóð í þrjá daga og hafði áhrif á BlackBerry notendur víðsvegar um heiminn.

Lazaridis baðst afsökunnar á því að hafa brugðist notendum BackBerry. Hann sagði að bilunin væri sú alvarlegasta í sögu fyrirtækisins.

Bilunin gerist á afar óheppilegum tíma því í dag hefst sala á nýjasta snjallsíma Apple, iPhone 4S. Að undanförnu hefur BlackBerry barist við að halda í notendur sína sem í sífellt meira magni kjósa að notast við iPhone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×