Kindle Fire vekur hrifningu 29. september 2011 13:52 Talið er að Kindle Fire muni veita IPad 2 harða samkeppni. mynd/AFP Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. Mikil spenna ríkti fyrir kynningunni og margir orðrómar voru á kreiki um nýju vélina. Núna þegar sérfræðingar hafa fengið að kynnast Kindle Fire virðast óskir margra hafa ræst. Spjaldtölvan hefur mætt afar jákvæðum viðbrögðum og er einfaldleika hennar og hraða fagnað. Kindle Fire notast við Android stýrikerfið sem Amazon hefur endurhannað. Fyrir kynninguna voru margir á því að Android stýrikerfið hentaði ekki Kindle Fire enda er stýrikerfið allt annað einfalt og fallegt. Sérfræðingar fagna nú endurhönnun Amazon og þykir viðmót spjaldtölvunnar afar lipurt og myndarlegt. Kindle Fire er að mörgu leiti ólík IPad 2. Engin myndavél er á Kindle Fire og ekki 3G tengimöguleikar. Að sama skapi er geymslupláss Kindle Fire mun minna en í IPad 2. Ástæðan fyrir þessu liggur í Ský (e. Cloud) þjónustu Amazon sem gefur notendum vefverslunarinnar færi á að nálgast keypt efni hvenær sem er í gegnum vefinn. Einnig er Kindle Fire afar ódýr í samanburði við spjaldtölvu Apple. Kindle Fire er í forpöntun eins og er en fer í almenna sölu i næsta mánuði. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. Mikil spenna ríkti fyrir kynningunni og margir orðrómar voru á kreiki um nýju vélina. Núna þegar sérfræðingar hafa fengið að kynnast Kindle Fire virðast óskir margra hafa ræst. Spjaldtölvan hefur mætt afar jákvæðum viðbrögðum og er einfaldleika hennar og hraða fagnað. Kindle Fire notast við Android stýrikerfið sem Amazon hefur endurhannað. Fyrir kynninguna voru margir á því að Android stýrikerfið hentaði ekki Kindle Fire enda er stýrikerfið allt annað einfalt og fallegt. Sérfræðingar fagna nú endurhönnun Amazon og þykir viðmót spjaldtölvunnar afar lipurt og myndarlegt. Kindle Fire er að mörgu leiti ólík IPad 2. Engin myndavél er á Kindle Fire og ekki 3G tengimöguleikar. Að sama skapi er geymslupláss Kindle Fire mun minna en í IPad 2. Ástæðan fyrir þessu liggur í Ský (e. Cloud) þjónustu Amazon sem gefur notendum vefverslunarinnar færi á að nálgast keypt efni hvenær sem er í gegnum vefinn. Einnig er Kindle Fire afar ódýr í samanburði við spjaldtölvu Apple. Kindle Fire er í forpöntun eins og er en fer í almenna sölu i næsta mánuði.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira