Viðskipti erlent

Kínverjar herma eftir Vesturlandabúum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Kínverjar eru í auknu mæli farnir að herma eftir Vesturlandabúum þegar þeir setja á fót nýjar stórverslanir. Til dæmis kannast flestir sem hafa farið í IKEA við bláa og gula litinn, stóra sýningarsali, litla blýanta og rúmgóðan matsal. En nú fyrirfinnst þetta ekki bara í IKEA. Kínverjar hafa nefnilega sett upp nýja húsgagnaverslun sem heitir 11 húsgögn og hafa öll þessi einkenni. Fyrirmyndin er komin frá IKEA, segir fréttavefur Reuters.

Reuters talar um sjóræningjastarfsemi í þessu samhengi, þar sem heilu vörumerkjunum er rænt, og segir að slíkt fari vaxandi þessi misserin. Kínverjar hafi líka rænt vörumerkjum á borð við Nike, Starbucks, Disney og Apple.

Reuters segir að stjórnendur IKEA séu meðvitaðir um þessa starfsemi hermikrákanna og séu með menn á sínum snærum til að kanna til hvaða viðbragða eigi að taka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×