Viðskipti erlent

Grunur um að framkvæmdastjóri AGS hafi misbeitt valdi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nú er verið að kanna hvort Lagarde hafi misbeitt valdi. Mynd/ afp.
Nú er verið að kanna hvort Lagarde hafi misbeitt valdi. Mynd/ afp.
Franskur dómstóll rannsakar nú hvort Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi misnotað vald sitt í stöðu fjármálaráðherra Frakklands. Lagarde er sökuð um að hafa þrýst á banka í deilum við kaupsýslumann sem studdi kosningabaráttu Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Fréttaritari BBC segir að málið sé mjög neyðarlegt fyrir Lagarde. Einungis um mánuður er síðan hún tók við embætti framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að Dominique Strauss Kahn hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×