Viðskipti erlent

Barroso segir að evrukreppan smiti út frá sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barroso er svartsýnn á stöðu mála. Mynd/ AFP.
Barroso er svartsýnn á stöðu mála. Mynd/ AFP.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við því að skuldakreppa evruríkjanna sé að breiðast út til ríkja utan myntbandalagsins. Í bréfi til ríkisstjórna innan Evrópusambandsins hvatti hann til þess að evrusvæðinu yrði veittur fullur stuðningur.

Fréttir herma að Seðlabanki Evrópu sé um þessar mundir að kaupa skuldabréf. Heimildarmenn Reuters segja að um sé að ræða skuldabréf sem Portúgal og Írland hafi gefið út. Um er að ræða skuldug ríki sem eiga erfitt með að fjármagna sig á opnum markaði. Seðlabanki Evrópu hafi engan hug á að kaupa fleiri skuldabréf.

Dagurinn hefur verið erfiður á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, en hlutabréf hafa farið niður um meira en 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×