Viðskipti erlent

Mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum í dag. Mynd/ AFP.
Það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum í dag. Mynd/ AFP.
Hlutabréfamarkaðir víða um heim hríðféllu í dag og er ástæðan talin vera sú að fjárfestar hafi áhyggjur af því að hagvöxtur verði hægari en áður var talið. Menn hafa líka áhyggjur af skuldavanda Evrópuríkja, svo sem Ítalíu og Spánar. Ástandið er grafalvarlegt og vestanhafs óttast menn að önnur dýfa fylgi á eftir kreppunni 2007 og 2008.

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu um 2-3,9% í dag og hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu að meðaltali um 2%.

Á sama tíma eru yfirvöld í Japan að fella gengi jensins í þeirri viðleitni að viðhalda hagvexti þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×