Viðskipti erlent

Tæplega 46 milljónir Bandaríkjamanna fá matarmiða

Aldrei í sögunni hafa fleiri Bandaríkjamenn þurft á matarmiðum að halda frá hinu opinbera til að geta átt í sig og á. Alls þiggja tæplega 46 milljónir Bandaríkjamanna slíka matarmiða.

Fjöldi þeirra hefur vaxið um 12% miðað við síðasta ár og 34% miðað við árið 2009. Til að öðlast rétt til matarmiða verða tekjur einstaklings að vera undir tæpum 1.200 dollurum eða um 130 þúsund krónum á mánuði.

Flestir sem fá matarmiða búa í ríkjunum Kaliforníu, Flórída, New York og Texas. Fleiri en 3 milljónir manns fengu matarmiða í hverju þessarar ríkja í maí s.l., að því er segir í frétt um málið á CNN Money.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×