Viðskipti erlent

Dregur úr falli evrópskra hlutabréfamarkaða

Tekið er að draga úr falli evrópskra hlutabréfamarkaða en fréttavefur breska ríkisútvarpsins segir fjárfesta hafa þungar áhyggur af skuldakreppu á evrusvæðinu og veikri stöðu bandaríska hagkerfisins.

Þegar hlutbréfamarkaðir í evrópskum kauhöllum opnuðu fyrir viðskiptum klukkan sjö í morgun lækkuðu allar helstu hlutbréfavísitölur. Þýska vísitalan DAX hefur lækkað um rúm tvö prósent og í Lundúnum lækkaði FTSE vísitalan um tvö komma tuttugu og átta prósent.

Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Olli Rehn, efnahags- og viðskiptastjóri Evrópusambandsins, að fjárfestar megi alls ekki vanmeta hinn pólitíska vilja til að halda vörð um evruna.

Hann lagði jafnframt sérstaka áherslu á áhrif fjögurhundruð og fjörtíu milljóna evra björgunarpakka Evrópusambandsins sem á að virkja í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×