Viðskipti erlent

Evrópumarkaðir taka við sér

Mynd/AFP
Hlutabréf á mörkuðum um allan heim hafa lækkað í morgun eftir að Standard og Poors lækkuðu lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn var. Í Evrópu hækkaði verðið þó þegar liðið hefur á morguninn.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2,4 prósent en verð á hlutabréfum í Hong Kong, Suður-Kóreu og á Indlandi lækkaði enn meira, eða um 3 til fimm prósent. Í Evrópu var svipaða sögu að segja þegar markaðir opnuðu klukkan sjö, en þar var lækkunin þó ívið minni, og lækkaði verð á hlutabréfum í London og í Frankfurt um 0,5 prósent.

Á Spáni og á Ítalíu hækkaði verðið hinsvegar við opnun og annarsstaðar í Evrópu hafa bréf hækkað þegar liðið hefur á morguninn. Yfirlýsing frá Seðlabanka Evrópu þar sem gefið er til kynna að bankinn ætli sér að  kaupa upp skuldir ríkissjóða álfunnar sem verst eru staddir virðast hafa því hafa haft einvhver áhrif á órólega fjárfesta.

Markaðurinn í Bandaríkjunum opnar síðan síðar í dag.

Á föstudaginn var lækkaði virði hlutabréfa í heiminum um trilljónir bandaríkjadala en fjárfestar hafa miklar áhyggjur af litlum hagvexti á heimsvísu auk þess sem Bandaríkjamenn og mörg ríki Evrópu glíma nú við mikinn skuldavanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×