Golf

Axel jafnaði vallarmetið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson.
Axel Bóasson úr Keili lék stórkostlegt golf á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik í dag. Axel lék á 65 höggum og jafnaði vallarmetið í Leirunni.

Metið hafði staðið í tíu ár en það átti Gunnar Þór Jóhannsson. Axel hefði hæglega getað bætt metið en hann missti stutt pútt á lokaholunni.

Axel er því efstur á mótinu á sjö höggum undir pari. Kristján Þór Einarsson lék einnig frábærlega í dag og er höggi á eftir Axel.

Fjölmargir kylfingar eiga enn eftir að koma í hús en ólíklegt verður að teljast að einhver þeirra eigi eftir að skáka Axel sem spilaði nánast óaðfinnanlegt golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×