Viðskipti erlent

Moody´s telur nær 100% að lánshæfi Grikklands verði gjaldþrot

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands um þrjá flokka og niður í Ca sem er aðeins einu haki frá gjaldþrotseinkunn. Jafnframt segir Moody´s að næstum 100% líkur séu á að matsfyrirtækið felli einkunnina niður í D eða gjaldþrot.

Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Moody´s um að endurskipulagning á skuldum Grikkja, þar sem bankar taka á sig miklar afskriftir, væri ígildi þjóðargjaldþrots.

Þá segir Moody´s að framkvæmdin á endurskipulagningu skulda Grikklands sendi neikvæð skilaboð til fjárfesta í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×