Viðskipti erlent

Hagnaður jókst hjá JPMorgan

Hagnaður JPMorgan Chase bankans á öðrum ársfjórðungi ársins nam rúmum 5,4 milljörðum dollara eða um 630 milljarða kr. Þetta er töluvert yfir væntingum sérfræðinga og verulega betri árangur m.v. sama tímabil í fyrra þegar hagnaðurinn nam 4,8 milljörðum dollara.

Í frétt um málið á Reuters segir að ástæðan fyrir auknum hagnaði JPMorgan sé einkum að bankinn hafi ekki þurft að afskrifa jafnmikið af slæmum lánum úr bókum sínum og áður var talið. Þá hafi bankanum tekist að draga nokkuð lántökukostnaði sínum.

Í fréttinni segir að JPMorgan sé sá fyrsti af stóru bönkunum í Bandaríkjunum til að birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung. Niðurstaða í uppgjöri bankans gefi fyrirheit um að aðrir bandarískir bankar séu einnig að rétta vel úr kútnum.

Í kjölfar þess að JPMorgan birti uppgjör sitt í morgun hækkuðu hluti í honum um 2,5% í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×