Viðskipti erlent

Deilur harðna um skuldaþak

Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Fjármálafyrirtækin á Wall Street auka enn á hitann með því að segja það hafa skelfilegar afleiðingar ef Repúblikönum og Demókrötum tekst ekki að ná samkomulagi um að hækka skuldaþak Bandaríkjanna, svo ríkið geti staðið undir afborgunum af skuldum sem eru að gjaldfalla.

Þá hefur matsfyrirtækið Standard & Poor´s sagt að það muni fara að dæmi Moody´s og lækka AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna ef ekki næst samkomulag um skuldaþakið.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur boðað leiðtoga beggja flokkana til fundar í Camp David um helgina þar sem reynt verður að ná lendingu í deilunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×