Viðskipti erlent

Skuldir Grikklands á mörkum þess að vera viðráðanlegar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Poul Thomsen segir að skuldir Grikklands séu viðráðanlegar. Mynd/ afp.
Poul Thomsen segir að skuldir Grikklands séu viðráðanlegar. Mynd/ afp.
Skuldir Grikklands eru viðráðanlegar en samt alveg á mörkum þess að vera það, segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Verið er að veita ríkissjóði um 110 milljarða evra björgunarpakka en fjárfestar eru samt hræddir um að ríkið lendi í greiðsluþroti.

Poul Thomsen, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í Grikklandi segir að Grikkland verði að halda sér við efnahagsáætlun sína, en Nick Glegg, varaforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hann væri mjög áhyggjufullur vegna skuldastöðu Grikklands.

Grikkland hefur gripið til margvíslegra aðgerða vegna stöðu ríkisins, þar á meðal skattahækkana, launaniðurskurðar og einkavæðingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×