Viðskipti erlent

Gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku fækkar áfram

Gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku fækkaði áfram í júní, sjöunda mánuðinn í röð. Alls voru gjaldþrotin 463 talsins og fækkaði um tæplega 20% frá júní í fyrra.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að samt sem áður séu 450 gjaldþrot eða fleiri á einum mánuði mjög mikill fjöldi í sögulegu samhengi. Gjaldþrotin endurspegli að Danmörk er enn í kreppu og efnahagur landsins veikburða.

Fram kemur að þau fyrirtæki sem urðu fyrir fyrsta högginu í kreppunni sem hófst 2008 eru nú einnig fyrst til að rétta úr kútnum. Þannig hefur gjaldþrotum iðnaðarfyrirtækja fækkað um 9%, gjaldþrotum samgöngufyrirtækja um 11,5% og gjaldþrotum í byggingargeiranum hefur fækkað um 13%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×