Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Portúgal í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Einkunnin var lækkuð um fjóra flokka eða úr Baa1 og niður í Ba2.

Ástæðan fyrir þessari lækkun Moody´s er að matsfyrirtækið telur að Portúgal muni þurfa á frekari neyðaraðstoða að halda eins og Grikkland.

Þá segir Moody´s að ef endurskipulagning á skuldum Grikklands verði staðreynd muni Portúgal einnig þurfa á slíkri endurskipulagningu að halda. Hún felst aðallega í að lengt verður í skuldum Grikklands til allt að 30 ára. Stóru matsfyrirtækin hafa sagt að þau telji slíka aðgerð jafngilda greiðslufalli eða gjaldþroti gríska ríkissins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×