Viðskipti erlent

Walker ræðir við Goldman Sachs um kaupin á Iceland

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar á nú í viðræðum við nokkra banka um lánveitingu til þess að geta keypt keðjuna af skilanefnd Landsbankans. Þetta kemur fram í blaðinu The Times.

Walker sem stofnaði Iceland á sínum tíma á um 23% hlut í keðjunni og hefur rétt til að jafna hvaða tilboð sem berst í 67% hlut skilanefndarinnar.

Fram kemur í fréttinni að Goldman Sachs er meðal þeirra banka sem Walker hefur rætt við um lán. Samkvæmt Times vill skilanefndin fá 1,7 til 2 milljarða punda fyrir Iceland eða allt að rúmlega 370 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×