Viðskipti erlent

Hætta á að Danmörk fái sama orðspor og Ísland í fjármálum

Jan Kondrup formaður samtaka smærri fjármálastofnanna í Danmörku segir að sú hætta sé til staðar að Danmörku fái á sig jafnslæmt orðspor í alþjóðafjármálum og Ísland fékk í kjölfar hrunsins árið 2008.

Þetta kemur fram í viðtali við Kondrup í Börsen þar sem rætt var um gjaldþrot Fjordbank Mors bankans í síðustu viku. Talið er að gjaldþrotið muni kosta danska ríkið um 66 milljarða króna.

Kondrup skellir skuldinni á dönsk stjórnvöld sem hafi sett landið í þessa stöðu og að hætta sé á að danskar fjármálastofnanir endi uppi með svipað lánshæfismat og þær íslensku. Þarna á hann m.a. við að samkvæmt nýjustu aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins, svokallaður bankpakke III, er ekki gert ráð fyrir innistæðutryggingum nema hjá almenningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×