Viðskipti erlent

Miklar hækkanir á orkureikningum breskra heimila

Milljónir heimila í Bretlandi horfa nú fram á miklar hækkanir á orkureikningum sínum. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að reikna megi með að orkureikningar breskra heimila muni hækka að meðaltali um 200 pund eða rúmar 37 þúsund krónur á þessu ári.

Orkufyrirtækið Scottish Power, eitt af sex stærstu orkufyrirtækjum Bretlands hefur riðið á vaðið og sagt fimm milljón viðskiptavinum sínum að raforku- og gasverð til þeirra muni hækka um 10% til 19% fram að áramótum.

Það eru einkum miklar verðhækkanir á gasi sem valda því að bresk heimili þurfa að greiða meira fyrir orkunotkun sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×