Viðskipti erlent

Labelux kaupir Jimmy Choo fyrir 94 milljarða

Austurríki lúxusvöruframleiðandinn Labelux hefur fest kaup á skógerðinni Jimmy Choo fyrir 500 milljónir punda eða um 94 milljarða kr. Jimmy Choo er einkum þekkt fyrir að selja skó til hinna ríku og frægu.

Í frétt um málið á Reuters segir að aðalhönnuður Jimmy Choo, Tamara Mellon, mun halda áfram störfum sínum hjá skógerðinni sem og forstjórinn Joshua Schulman.

Labellux var stofnað af þýsku auðmannafjölskyldunni Reiman árið 2007.  Labellux naut aðstoðar Rothschild bankans við kaupin á Jimmy Choo.

Jimmy Choo var stofnað af Tamöru Mellon og skósmiðnum Jimmy Choo árið 1996. Mellon er fyrrum ritstjóri Vogue tímaritsins. Jimmy Choo seldi sinn hlut árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×