Viðskipti erlent

Statoil stöðvar þyrluflug vegna gossins í Grímsvötnum

Norska olíufélagið Statoil hefur stöðvað allt þyrluflug sitt til og frá flugvellinum í Stavanger vegna gossins í Grímsvötnum.

Þyrlurnar hafa verið notað til að flytja menn og vistir á olíuborpalla Statoil undan ströndum Noregs. Minni þyrluflugvelli í Hammerfest hefur einnig verið lokað en hann þjónar olíuvinnslu í Barentshafi.

Norsk flugmálayfirvöld hafa takmarkað allt flug á vesturströnd landsins vegna ösku frá Grímsvatnagosinu. Talsmaður Statoil segir í samtali við Reuters að of snemmt sé að segja til um tjón af völdum öskunnar.

Ákvörðun um hvort þyrluflugið hefjist á ný í dag verður tekin um hádegisbilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×