Viðskipti erlent

Uppgjör Danske Bank undir væntingum

Danske Bank skilaði hagnaði fyrir skatt upp á 1,5 milljarð danskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta hefur valdið vonbrigðum meðal fjárfesta sem bjuggust við meiri hagnaði bankans. Hlutir í Danske Bank hafa fallið um 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun.

Í fréttum í dönskum fjölmiðlum í morgun segir að áframhaldandi miklar afskriftir hjá Danske Bank hafi einnig valdið vonbrigðum. Það er einkum á Írlandi sem staðan er erfið fyrir bankann en hann tapaði tæpum 1,3 milljörðum danskra kr. á írska dótturbanka sínum, National Irish Bank.

Þá kemur fram í fréttunum að Danske Bank hafi tapað 850 milljónum danskra kr. á gjaldþroti Amagerbanken s.l. vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×