Viðskipti erlent

Gífurleg fjölgun á langtímaatvinnuleysi í Danmörku

Þrátt fyrir að aðeins hafi dregið úr atvinnuleysi í Danmörku í vor hefur fjöldi þeirra Dana sem glíma við langtímaatvinnuleysi aukist gífurlega.

Í frétt um málið í Politiken segir að fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í ár eða meira nemi nú um 20% af heildinni. Árið 2009 var þetta hlutfall hinsvegar 9%. Allt bendir til að í ár nái þetta hlutfalll upp í 25% eða fjórðung af öllum atvinnulausum.

Erik Björsted hjá efnahagsráði dönsku verkalýðsfélaganna segir að leita verði aftur til áranna upp úr 1980 til að finna víðlíka tölur um langtímaatvinnuleysi í Danmörku en þá lék olíukreppan sem geysaði í heiminum landið grátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×