Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi

Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi í gærkvöldi sem og verð á öðrum hrávörum. Verð á Brentolíunni lækkaði um 10% og fór niður fyrir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían fór niður fyrir 100 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst síðan í mars s.l.

Verðið hefur aðeins rétt við í fyrstu viðskiptum í morgun og hefur Brent olían hækkað um 1,3% og stendur í 111 dollurum á tunnuna. Verð á léttolíunni hefur aftur skriðið yfir 100 dollara markið.

Nýjar efnahagstölur frá Bandaríkjunum sem sýna slakan vöxt þar ollu því að fjárfestar ákváðu að taka út hagnað sinn af olíuverðhækkunum á undanförnum vikum.

Það sama var upp á teningnum hvað aðra hrávöru snertir. Þannig féll verð á silfri um 13% og hefur því lækkað um 31% í vikunni. Verð á gulli lækkaði um 3,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×