Viðskipti erlent

Mittal er ríkasti maður Breta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi. Mynd/ afp.
Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi. Mynd/ afp.
Stálauðjöfurinn Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi, samkvæmt lista blaðsins Sunday Times yfir breska auðjöfra sem birtur var um helgina. Ríkustu menn í Bretlandi hafa tapað verulegum hluta auðæva sinna í fjármálakreppunni.

Mittal auðgaðist á rekstri stálvinnslufyrirtækisins ArcelorMittal sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Þótt Mittel eigi nóg til hnífs og skeiðar hefur hann tapað gríðarlega miklum fjármunum á undanförnum mánuðum. Fullyrt er að hann hafi tapað fimmtungi auðæva sinna í kreppunni, en eignir hans eru nú metnar á 17 milljarða sterlingspunda, eða sem nemur 3200 milljörðum íslenskra króna.

Rússneski námueigandinn Alisher Usmanov er annar ríkasti maður á Bretlandi. Þekktasti maðurinn á listanum er síðan án efa Roman Abramovic, sem er þriðji ríkasti maður Bretlands. Abramovich er þekktastur fyrir að vera eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×