Viðskipti erlent

Samningar um endurfjármögnun All Saints á lokastigi

All Saints.
All Saints.
Samningar  um endurfjármögnun tískuvöruverslunarkeðjunnar All Saints er nú á lokastigi en fyrirtækið hefur glímt við rekstrarerfiðleika undanfarið. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu.

Með samningunum verður fyrirtækinu bjargað frá gjaldþroti en í þeim felst að breska fjárfestingafyrirtækið Lion Capital mun eignast 75 prósent í keðjunni, bandaríska fjárfestingafyrirtækið Good Partners 15 prósent og stofnandi fyrirtækisins Kevin Stanford heldur eftir 10 prósenta hlut.

Hundrað milljónir punda verða lagðar í All Saints samkvæmt samningunum. Af því fara 20 milljónir punda til skilanefnda Kaupþings og Glitnis sem eru stórir hluthafar í keðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×