Glencore stjórnar stórum hluta af málmviðskiptum heimsins 15. apríl 2011 10:10 Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum. Glencore er aðaleigandi Century Aluminium sem aftur á og rekur Norðurál á Grundartanga. Í frétt um málið í Financial Times segir að öflug markaðsstaða Glencore hafi jafnvel komið reyndustu hrávörumiðlurunum á óvart. Glencore þurfti að gefa upp opinberlega umsvif sín í tengslum við markaðsskráningu félagsins í kauphallirnar í London og Hong Kong. Eins og fram hefur komið í fréttum ætlar Glencore að setja 20% af hlutafé sínu á markað en verðmæti þess er talið nema yfir 11 milljörðum dollara og verðmæti Glencore í heild því talið nema hátt í 60 milljarða dollara. Financial Times segir að um leið og Glencore skráir sig á markaðinn í London komist það inn í úrvalsvísitölu kauphallarinnar, FTSE 100 Index, á fyrsta degi viðskipta. Yrði það í fyrsta skipti í 25 ár sem slíkt gerist og raunar aðeins í þriðja sinn í sögunni. Tengdar fréttir Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum. Glencore er aðaleigandi Century Aluminium sem aftur á og rekur Norðurál á Grundartanga. Í frétt um málið í Financial Times segir að öflug markaðsstaða Glencore hafi jafnvel komið reyndustu hrávörumiðlurunum á óvart. Glencore þurfti að gefa upp opinberlega umsvif sín í tengslum við markaðsskráningu félagsins í kauphallirnar í London og Hong Kong. Eins og fram hefur komið í fréttum ætlar Glencore að setja 20% af hlutafé sínu á markað en verðmæti þess er talið nema yfir 11 milljörðum dollara og verðmæti Glencore í heild því talið nema hátt í 60 milljarða dollara. Financial Times segir að um leið og Glencore skráir sig á markaðinn í London komist það inn í úrvalsvísitölu kauphallarinnar, FTSE 100 Index, á fyrsta degi viðskipta. Yrði það í fyrsta skipti í 25 ár sem slíkt gerist og raunar aðeins í þriðja sinn í sögunni.
Tengdar fréttir Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05