Viðskipti erlent

S&P segir horfur í bandarísku efnahagslífi neikvæðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlutabréf lækkuðu eftir að fréttirnar heyrðust. Mynd/ afp.
Hlutabréf lækkuðu eftir að fréttirnar heyrðust. Mynd/ afp.
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's. mun hugsanlega lækka lánshæfismat bandaríska ríkisins á næstunni.Ástæður þess eru einkum að S&P telur að demókratar og repúblikanar geti ekki komið sér saman um áætlun til þess að draga úr halla á ríkissjóði. S&P tilkynnti í dag að horfur í efnahagsbúskap bandaríkisins væru neikvæðar en höfðu verið góðar. Fréttastofa BBC segir að þetta geti þýtt að lánshæfismatið verði lækkað á næstu tveimur árum.  Hlutabréf á WallStreet lækkuðu í dag eftir að tilkynningin frá S&P barst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×