Viðskipti erlent

ESB hefur samþykkt kaupin á Elkem

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt blessun sín yfir kaupin á Elkem. Þar með er járnblendiverksmiðjan á Grundartanga komin í kínverska eigu.

Það var í janúar s.l. að norski iðnaðarrisinn Orkla tilkynnti um söluna á Elkem AS til kínverska fyrirtækisins China National Bluestar. Elkem AS er móðurfélag Elkem Ísland ehf.

Kínverska ríkisfyrirtækið ChemChina Corporation á 80 prósenta hlut í China National Blue­star, en bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Blackstone Group á 20 prósenta hlut. Óbeint má því segja að Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga sé komin í meirihlutaeigu kínverska ríkisins.

Orkla, sem seldi Elkem á tvo milljarða Bandaríkjadala í reiðufé, sem jafngildir um 228 milljörðum króna á núverandi gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×