Viðskipti erlent

Álverðið komið í tæpa 2.700 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka og er nú komið í 2.693 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur álverðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008.

Verð á áli hefur hækkað að undanförnu og er það í takt við hækkanir á annarri hrávöru eins og olíu, gulli og silfri.

Það spilar einnig inn í dæmið að dollarinn hefur verið að veikjast töluvert að undanförnu og hefur ekki verið veikari gagnvart evrunni síðan um svipað leyti í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×