Viðskipti erlent

Mágur Tchenguizbræðra flæktur í Kaupþingsmálið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tchenguizbræður. Mágur þeirra er nú flæktur í rannsóknina á Kaupþingi.
Tchenguizbræður. Mágur þeirra er nú flæktur í rannsóknina á Kaupþingi.
Viðskiptajöfurinn Vivian Imerman, mágur Tchenguiz bræðranna, hefur dregist inn í rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á viðskiptum bræðranna við Kaupþing.

Efnahagsbrotadeildin hefur sótt um heimild frá dómstóli í Bretlandi til þess að fá aðgang að gögnum um Imerman sem eru geymd á skrifstofum bræðranna, eftir því sem Sunday Telegraph greinir frá. Blaðið segir frá því að Imerman og Lisa Tchenguiz séu að skilja. Þessi skjöl sem efnahagsbrotadeildin vill koma höndum yfir tengist einnig harðvítugri lagadeilu sem þau hjónin standa í.

Um það bil tvær vikur eru síðan að bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz voru handteknir í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar á hruni Kaupþings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×