Viðskipti erlent

Danir draga verulega úr Facebook notkun sinni

Ný könnun sýnir að verulega hefur dregið úr notkun Dana á samskiptavefnum Facebook á síðasta ári. Könnunin þykir þó ekki gefa nákvæma mynd af notkuninni.

Könnunin sýnir að Danir hafa að meðaltali minnkað Facebook notkun sín um 40 mínútur á mánuði á liðnu ári. Politiken greinir frá þessu en könnunin var unnin á vegum Samtaka netmiðla í Danmörku.

Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr notkuninni eyðir hvar nettengdur Dani þó enn tæplega níu og hálfri klukkustund á Facebook í hverjum mánuði. Fyrir ári síðan nam Facebooknotkunin rétt yfir 10 klukkustundum.

Mikael Lemberg greinandi hjá tölvufyrirtækinu Komfo segir að þessi könnun sé gölluð að því leyti að hún mæli aðeins notkunin á tölvum en ekki öðrum tækjum sem hægt er að fara á Facebook með eins og til dæmis snjallsímum. Lemberg telur að notkun á Facebook hafi færst töluvert yfir á slík tæki.

Fréttin í Politiken hefur vakið töluverða athygli í Danmörku þar sem margir blogga um hana og sýnist sitt hverjum um ágæti Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×