Viðskipti erlent

Dýrasti hundur heims seldur á 180 milljónir

Hreinræktaður Tíbethundur er sá dýrasti í heimi en hundur af þessu kyni sem heitir Hong Dong var nýlega seldur í Kína fyrir 10 milljónir yuan eða um 180 milljónir króna.

Það var kolanámueigandi í norðurhluta Kína sem keypti hundinn.

Tíbethunda var fyrst getið í sögubókum þegar Marco Polo heimsótti Kína en Polo lýsti þessum hundum á þá leið að þeir væru á stærð við asna og að gelt þeirra væri álíka hávært og ljónsöskur.

Tíbet hundar geta orðið allt að 150 kíló að þyngd. Þeir voru upphaflega notaðir til að verja búfénað gegn rándýrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×