Viðskipti erlent

Frétt í Financial Times róaði olíumarkaðinn

Heimsmarkaðsverð á olíu náði upp undir 120 dollara á tunnuna um tíma í gærdag. Þá birti Financial Times frétt á vef sínum um að Saudi Arabar væru nú í viðræðum við olíukaupendur í Evrópu um að auka framleiðslu sína þannig að framboðið yrði eins og það var áður en mótmælin hófust í Túnis og Líbýu.

Þetta róaði markaðinn aðeins og í lok dags stóð olíuverðið í rúmum 111 dollurum á tunnuna af Brent olíu.

Það hjálpaði líka að Bandaríkjamenn sögðust myndu tryggja að framboðið á olíumarkaðinum myndi haldast eins og það var áður en mótmælin hófust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×