Viðskipti erlent

Leiðtogar ESB stofna varanlegan björgunarsjóð

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að stofna varanlegan björgunarsjóð fyrir þau 16 aðildarlönd sem tilheyra evrusvæðinu.

Þetta var samþykkt á fundi leiðtogana í Brussel í gærdag. Úr sjóðnum á að veita lán til þeirra landa sem lenda í svo miklum efnahagsvandræðum að stöðuleika evrusvæðisins sé ógnað.

Þessi samþykkt krefst breytinga á Lissabon sáttmálanum en björgunarsjóðurinn verður viðbót við neyðarsjóðinn upp á 750 milljarða evra sem þegar er til staðar.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að björgunarsjóðurinn muni valda straumhvörfum í efnahagssögu Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×