Viðskipti erlent

Tívolí vill byggja spilavíti við hlið Ráðhústorgsins

Skemmtigarðurinn Tívolí vill byggja spilavíti til að auka aðsókn ferðamanna í garðinn. Fái Tívolí leyfi til að byggja spilavítið yrði það staðsett í H.C. Andersen höllinni eða við hlið Ráðhústorgsins í Kaupmannahöfn.

Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar er haft eftir Lars Liebst forstjóra Tívolí að garðurinn hafa þegar sótt um leyfi fyrir spilavítinu til dómsmálaráðuneytisins. Ástæðan sé minnkandi ferðamannastraumur til Danmerkur síðustu ár. Kaupmannahöfn hafi þörf fyrir fleiri spennandi tilboð fyrir ferðamenn.

Dómsmálaráðuneyti Danmerkur lýsti því yfir í febrúar s.l. að gefin yrðu út leyfi fyrir einu til tveimur nýjum spilavítum í landinu í ár og tveimur leyfum fyrir spilavítum á skipum sem stunda áætlunarsiglingar með farþega til og frá landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×