Stórir danskir bankar fjármagna glæpasamtök 27. janúar 2010 08:30 Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu. Mikil umfjöllun hefur verið um fjármál og umfangsmikinn fyrirtækjarekstur Hells Angels og Bandidos í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Bæði lögreglan og skattayfirvöld standa fyrir umfangsmiklum rannsóknum á þessu fjármálastússi. Berlingske Business hefur rannsakað tengsl danskra banka við fyrrgreind samtök. Meðal annars hefur blaðið komist að því að Fiona Bank hefur lánað til höfuðstöðva Hells Angels hópsins Nomads á Amager og Danske Bank er fjárhagslegur bakhjarl Bandidos forsetans Jan Bachmann Nielsen og fyrirtækja í hans eigu. „Þótt erfitt sé að alhæfa er hægt að undrast að viðskiptageirinn blandar geði við fólk úr þessum samtökum," segir Kim Kliver í samtali við Berlingske en Kliver er forstjóri Dönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar (Det Nationale Efterforskningcenter) sem kemur að rannsóknum bæði lögreglu og skattsins. „Það er óheppilegt að senda frá sér skilaboð sem gefa slíkum samskiptum viðurkenningarstimpil." Viðskiptum dönsku bankanna við Hells Angels og Bandidos má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða veð í húsnæði samtakanna gegn lánum til þeirra og í öðru lagi er um bein viðskipti við fyrirtæki þeirra að ræða. Yfirvöld benda hinsvegar á að það sé einkum fyrirtækjareksturinn sem sé notaður til peningaþvættis á gróða frá glæpastarfsemi eins og eiturlyfjaviðskiptum. Fram hefur komið að dönsk skattayfirvöld vinna að rannsókn sinni eftir svokölluðu Al Capone líkani. Glæpaforinginn Al Capone var með morð tuga manna á samviskunni en bandarískum yfirvöldum tókst fyrst að koma honum í fangelsi þegar þau gátu sannað á hann skattsvik. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu. Mikil umfjöllun hefur verið um fjármál og umfangsmikinn fyrirtækjarekstur Hells Angels og Bandidos í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Bæði lögreglan og skattayfirvöld standa fyrir umfangsmiklum rannsóknum á þessu fjármálastússi. Berlingske Business hefur rannsakað tengsl danskra banka við fyrrgreind samtök. Meðal annars hefur blaðið komist að því að Fiona Bank hefur lánað til höfuðstöðva Hells Angels hópsins Nomads á Amager og Danske Bank er fjárhagslegur bakhjarl Bandidos forsetans Jan Bachmann Nielsen og fyrirtækja í hans eigu. „Þótt erfitt sé að alhæfa er hægt að undrast að viðskiptageirinn blandar geði við fólk úr þessum samtökum," segir Kim Kliver í samtali við Berlingske en Kliver er forstjóri Dönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar (Det Nationale Efterforskningcenter) sem kemur að rannsóknum bæði lögreglu og skattsins. „Það er óheppilegt að senda frá sér skilaboð sem gefa slíkum samskiptum viðurkenningarstimpil." Viðskiptum dönsku bankanna við Hells Angels og Bandidos má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða veð í húsnæði samtakanna gegn lánum til þeirra og í öðru lagi er um bein viðskipti við fyrirtæki þeirra að ræða. Yfirvöld benda hinsvegar á að það sé einkum fyrirtækjareksturinn sem sé notaður til peningaþvættis á gróða frá glæpastarfsemi eins og eiturlyfjaviðskiptum. Fram hefur komið að dönsk skattayfirvöld vinna að rannsókn sinni eftir svokölluðu Al Capone líkani. Glæpaforinginn Al Capone var með morð tuga manna á samviskunni en bandarískum yfirvöldum tókst fyrst að koma honum í fangelsi þegar þau gátu sannað á hann skattsvik.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira