Viðskipti erlent

Lego veðjar á Prince of Persia í Bandaríkjunum

Prince of Persia er með íslenska tengingu en sem kunnugt er leikur Gísli Örn Garðarsson aukahlutverk í myndinni.
Prince of Persia er með íslenska tengingu en sem kunnugt er leikur Gísli Örn Garðarsson aukahlutverk í myndinni.
Lego í Danmörku, stærsti leikfangaframleiðandi Evrópu, ætlar að veðja á kvikmyndina Prince of Persia til að tvöfalda sölu sína á Bandaríkjamarkaði á næstu fimm árum. Ætlunin er að setja Legokubbasett á markaðinn í Bandaríkjunum sem yrði byggt á myndinni.

Í grein um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að auk Prince of Persia sé ætlunin að markaðssetja Legokubbasett sem byggð eru Toy Story 3. Prince of Persia er með íslenska tengingu en sem kunnugt er leikur Gísli Örn Garðarsson aukahlutverk í myndinni.

Jörgen Vig Knudstorp forstjóri Lego segir í samtali við Bloomberg að Bandaríkjamarkaður muni verða æ mikilvægari fyrir rekstur Lego í náinni framtíð og því njóti hann nú forgangs hjá fyrirtækinu. Lego hefur nú um 4% markaðshlutdeild í leikfangasölunni í Bandaríkjunum en ætlar að reyna að auka það hlutfall í 7% til 8%

Myndin Prince of Persia er framleidd af Disney en Lego hefur lengi átt gott samstarf við Disney um einkaleyfi til að nýta sér myndir Disney til kubbagerðar. Samstarf sem nær aftur til sjötta áratugarins á síðustu öld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×