Bill Gates orðinn viðskiptafélagi Kaupþings 25. desember 2010 12:07 Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Slitastjórn Kaupþings heldur utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Í frétt um málið á Reuters segir að JJB Sports eigi í fjárhagslegum erfiðleikum og að Bill and Melinda Gates Foundation Trust hafi ásamt þremur öðrum fjárfestum í keðjunni ákveðið að leggja henni til nýtt fé. Samtals fer þessi hópur með rúmlega 44% eignarhlut í JJB Sports, þar af á sjóður Bill Gates og Melindu um 5%. Fram kemur á Reuters að áður en þetta nýja fé kom til var JJB Sports í hættu á að brjóta skilamála á 25 milljón punda láni frá Royal Bank of Scotland. Keðjan hafði gefið út aðvörun um slíkt fyrir mánuði síðan. Bankinn féllst á að gjaldfella ekki lánið þegar lá ljóst fyrir að nýtt fé væri á leið inn í keðjuna. Hlutir í JJB Sports hafa tapað um 83% af gildi sínu á liðnu ári en hækkuðu um 20% s.l. föstudag þegar tilkynnt var um fjárinnspýtinguna. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Slitastjórn Kaupþings heldur utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Í frétt um málið á Reuters segir að JJB Sports eigi í fjárhagslegum erfiðleikum og að Bill and Melinda Gates Foundation Trust hafi ásamt þremur öðrum fjárfestum í keðjunni ákveðið að leggja henni til nýtt fé. Samtals fer þessi hópur með rúmlega 44% eignarhlut í JJB Sports, þar af á sjóður Bill Gates og Melindu um 5%. Fram kemur á Reuters að áður en þetta nýja fé kom til var JJB Sports í hættu á að brjóta skilamála á 25 milljón punda láni frá Royal Bank of Scotland. Keðjan hafði gefið út aðvörun um slíkt fyrir mánuði síðan. Bankinn féllst á að gjaldfella ekki lánið þegar lá ljóst fyrir að nýtt fé væri á leið inn í keðjuna. Hlutir í JJB Sports hafa tapað um 83% af gildi sínu á liðnu ári en hækkuðu um 20% s.l. föstudag þegar tilkynnt var um fjárinnspýtinguna.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira