Viðskipti erlent

Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugfélögin nýta sér eldgosið í að kynna Ísland. Mynd/ Anton.
Flugfélögin nýta sér eldgosið í að kynna Ísland. Mynd/ Anton.
Íslensku flugfélögin eru þegar byrjuð að nýta sér eldgosið á Íslandi í markaðssetningu sinni. Vefurinn epn.dk segir að flugfélögin bjóði einstaka ferðaupplifun á stað þar sem 500 manns þurftu að flýja heimili sín fyrir einungis fáeinum dögum síðan.

Fram kemur á vefnum Boarding.dk að Icelandair býður ferðamönnum að „sjá flugeldasýningu náttúrunnar af fremsta bekk" í nýju fréttabréfi sem flugfélagið sendi út.

Hjá Iceland Express voru menn líka fljótir að bregðast við. Þar hafa menn ráðist í markaðsátak undir ensku yfirskriftinni „Iceland on fire" sem mætti útleggja sem „eldheitt Ísland" á íslensku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×