Viðskipti erlent

Furstafjölskylda notar Danmörku til milljarða fjármagnsflutninga

Furstafjölskyldan í Liechtenstein, sem er ríkasta aðalsfjölskylda Evrópu, notar Danmörku til að millifæra tugi milljarða króna af fjármunum sínum milli sjóða sinna, verðbréfasala og skattaskjóla víða um heiminn.

Þetta kemur fram í úttekt blaðsins Börsen í dag. Þessir fjárflutningar fara í gegnum eignarhaldsfélag fjölskyldunnar sem skráð er til húsa hjá Corpnordic á Austurbrú í Kaupmannahöfn.

Samkvæmt bókhaldi eignarhaldsfélagsins á það dótturfélög víða um heim. Dæmi eru tekin um flutning á ríflega 21 milljarði króna frá dótturfélagi í Malasíu, gegnum Austrubrú og til dótturfélags í Sviss í fyrra. Árið áður var sama upphæð flutt með þessum hætti þrisvar sinnum til Sviss. Ekki er vitað hvaðan þetta fé kom upphaflega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×