Viðskipti erlent

Álverð fór yfir 2.400 dollara í morgun

Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt hækkað síðan í byrjun febrúar.
Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt hækkað síðan í byrjun febrúar.

Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.415 dollara á tonnið í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008.

Verð á áli hefur hækkað stöðugt síðan í byrjun febrúar er það féll undir 2.000 dollara á tonnið. Þessar hækkanir eru í samræmi við hækkanir á annarri hrávöru eins og t.d. olíu og kopar en verð á þessum vörum hefur þokast upp í samræmi við aukinn efnahagsbata í heiminum.

Hópur 24 sérfræðinga sem Bloomberg leitaði álits hjá skömmu fyrir áramótin síðustu taldi að álverðið á þessu ári myndi verða 1.885 dollarar á tonnið á markaðinum í London (LME) að meðaltali. Þetta er nokkru lægra en sami hópur spáði s.l. haust þegar hann taldi að verðið yrði í kringum 1.915 dollarar.

Álverðið stóð í rúmum 2.350 dollurum strax eftir áramótin en féll síðan niður undir 2.000 dollara í byrjun febrúar. Síðan hefur það stöðuft sótt í sig veðrið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×