Viðskipti erlent

Fara sér hægt í gjaldeyrismálum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, var jákvæður í garð Kínverja á laugardaginn.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, var jákvæður í garð Kínverja á laugardaginn.
Seðlabanki Kína hefur dregið til baka yfirlýsingar sínar um að auka hreyfanleika kínverska yuansins. Það var í gær sem Kínverjar tilkynntu um breytingar á gjaldeyrismálum sínum en kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að halda gengi yuansins lágu til að hjálpa útflutningsaðilum sínum í samkeppni við erlend fyrirtæki.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju sinni með ákvörðun Kínverja á laugardaginn en þróun dagsins gefur til kynna að lítilla breytinga sé að vænta.

Kínverjar hafa haldið gjaldmiðli sínum stöðugum frá því skuggar tóku að færast yfir efnahagslíf heimsins. Sérfræðingar telja að gengi yuansins myndi hækka talsvert væri gjaldmiðillinn gefinn frjáls.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×