Viðskipti erlent

Salan á West Ham staðfest, Sullivan tekur við rekstrinum

Samningar hafa tekist milli David Sullivan og CB Holding, sem er í meirihluta eigu Straums um sölu á 50% hlut í fótboltafélaginu West Ham United, að því er segir í tilkynningu frá Straumi.

„Samkvæmt samningnum er heildarverðmæti félagsins um kr. 21,5 milljarða eða 105 milljónir punda.

Í kjölfarið mun David Sullivan taka yfir stjórn og rekstur þess en CB Holding mun eftir sem áður eiga fulltrúa í stjórn þess," segir í tilkynningunni.

Í annari tilkynningu um kaupin frá David Sullivan segir hann að forgangsatriði nýrrar stjórnar verði að tryggja setu West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá segir Sullivan að kaup á nýjum leikmönnum til liðsins séu nú til skoðunnar.

Þá kemur fram að Sullivan muni deila stöðu stjórnarformanns West Ham með viðskiptafélaga sínum David Gold. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á Upton Park, heimavelli liðsins, í hádeginu í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×