Formúla 1

Senna hættur hjá Hispania liðinu

Bruno Senna verður ekki meðal keppenda á Silverstone liðinu.
Bruno Senna verður ekki meðal keppenda á Silverstone liðinu. Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Bruno Senna mun ekki aka í fleiri mótum með Hispania liðinu spænska og Japanainn Sakan Yamamoto keyrir í hans stað um helgina ásamt Karun Chandok. Yfirmaður liðsins, Colin Kolles sagði við BBC að skiptin væru staðfest, en autosport.com greinir frá þessu í morgun. Yamamoto hefur verið varaökumaður Hispania og óljóst hvort hann eða einhver annar ekur í næstu mótum. Yamamoto ók með Spyker árið 2007, en ástæðan fyrir því að Senna er enn óljós, hvort honum var sagt upp eða hætti sjálfur. Liðinu hefur ekki gengið vel á árinu, en það er eitt þriggja nýrra liða. Bruno Senna er frændi hins rómaða ökumanns Ayrtons heitins Senna, sem fórst í óhappi á Imola árið 1994. Um tíma átti Bruno möguleika á sæti hjá Honda, áður en Rubens Barrichello var ráðinn í hans stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×