Formúla 1

150.000 manns fylgdust með Webber heiðra konung Tælands

Webber á Rajdamnoen götunni í Bangkok í gær.
Webber á Rajdamnoen götunni í Bangkok í gær. Mynd: Getty Images/Athit Perawongmetha
Um 150.000 áhorfendur eru taldir hafa fylgst með Formúlu 1 kappanum Mark Webber þegar hann þeysti um götur Bangkok Í Tælandi í gær. Hann ók Red Bull bílnum til heiðurs konungi landsins, en hann á 84 ára afmæli í vikunni.

Bhumibol Adulyadej, konugur Tælands hitti Webber að máli á föstudaginn og á laugardag varð fjölmennsta uppákoma sem Red Bull hefur ekið í staðreynd að sögn autosport.com.

Red Bull hefur sýnt bíla sína víða utan mótssvæða á árinu. Liðið hefur verið í fjölda landa á þessu ári með sýningar. Á dögunum ók meistarinn Sebastian Vettel á götum Berlínar.

Webber varð í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á árinu, á eftir Sebastian Vettel og Fernando Alonso. Red Bull liðið keppir í 20 mótum á næsta ári, en tímabilið Formúlu 1 ökumanna hefst í mars, en æfingar verða hjá keppnisliðum í febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×