Viðskipti erlent

Bronsstytta eftir Henry Matisse seld fyrir metfé

Stór bronsstytta sem gerð var af franska impressionistanum Henry Matisse var seld fyrir metfé á uppboði hjá Christie´s í New York í gær.

Hæsta boð nam 49 milljónum dollara eða ríflega 5 milljörðum króna og er það hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir listaverk eftir Matisse.

Styttan sem er af baki konu ber nafnið Nu de dos og fyrirfram var talið að 25 til 35 milljónir dollara fengjust fyrir það. Talsmaður Christie´s segir verðið sem fékkst vera einstakt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×